Fara í efni

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt – seinni hluti greiddur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í dag var lokið við að greiða fjárfestingastuðning í nautgriparækt vegna framkvæmda 2018, en samkvæmt 25. gr. reglugerðar um stuðning í nautgriparækt nr. 1261/2018 skal 50% af samþykktri styrkupphæð greiðast við upphaf framkvæmdar og 50% við skil á lokaskýrslu. 

Upphaflega sóttu 190 aðilar um fjárfestingastuðning í nautgriparækt árið 2018 og af þeim fengu 126 aðilar greiddan stuðning. Til úthlutunar komu 198.276.923 kr. og skiptist það hlutfallslega jafnt niður á umsækjendur, en endanleg styrkupphæð nam 4,3% af útlögðum kostnaði sem umsækjendur sýndu fram á í lokaskýrslu. Umsækjendur geta nú nálgast yfirlit yfir greiðslurnar sínar á rafrænu formi inni á Bændatorginu.

Athygli er vakin á að heimilt er að veita stuðning við sömu framkvæmdir til allt að þriggja ára samfellt. Umsækjendur sem hafa hug á að nýta sér þessa heimild þurfa að leggja inn framhaldsumsókn fyrir árið 2019 á Bændatorginu. 

Opnað verður fyrir nýjar umsóknir og framhaldsumsóknir vegna framkvæmda 2019 á Bændatorginu á næstu dögum, en skilafrestur umsókna er 31. mars nk.


Getum við bætt efni síðunnar?