Fara í efni

ESA: Innra úttektakerfi Matvælastofnunar uppfyllir EES-löggjöf

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kannaði innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra á Íslandi í eftirlitsferð sinni í janúar sl. Matvælastofnun er það lögbæra yfirvald sem sinnir slíku eftirliti hérlendis og annast innri úttektir á opinberu eftirliti til að tryggja að markmiðum EES-löggjafarinnar sé náð. Niðurstaða ESA er að núverandi úttektarkerfi uppfylli kröfur EES samningsins.

ESA ályktar í skýrslu sinni að innra úttektarkerfið á Íslandi sé trúverðugt og byggi á gagnsæjum verklagsreglum. Skipulag og skjalfesting úttekta er fullnægjandi en bæta má áhættumat við gerð úttektaráætlana og sannprófun á hvort opinbert eftirliti nái settum markmiðum. Tryggt er að til viðeigandi ráðstafana sé gripið í ljósi niðurstaðna innri úttekta en skortur er á úrræðum til eftirfylgni ef úttektarþegar fara ekki að tilmælum. 

Matvælastofnun hefur tekið athugasemdirnar sem settar eru fram í skýrslu ESA til greina og lagt fram tímasetta aðgerðaáætlun sem nú er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?