Fara í efni

Eitrað illgresi í klettasalati

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á salati. Illgresi fannst í nokkrum pokum af ítölsku klettasalati eftir að nokkrir neytendur höfðu fengið eitrunaráhrif, m.a. sviða og bólgur í munnholi. Fyrirtækið innkallaði vörurnar strax í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Ráðlagt er að skola salat og tína úr lauf sem eru frábrugðin.

 • Vörumerki: Hollt og Gott ehf. 
 • Vöruheiti: Klettasalat. 
 • Framleiðandi: Hollt og Gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. Upprunaland: Ítalía 
 • Nettóþyngd: 75 g. 
 • Best fyrir: 16. og 17. Janúar 2013 
 • Strikanúmer: 5690350038577 

 • Vörumerki: Bónus 
 • Vöruheiti: Klettasalat. 
 • Framleiðandi: Hollt og Gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. 
 • Upprunaland: Ítalía 
 • Nettóþyngd: 75 g. 
 • Best fyrir: 16. og 17. Janúar 2013 
 • Strikanúmer: 5690628007724 
 • Dreifing: Verslanir um land allt. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?