Fara í efni

Eftirlitsmenn með framleiðendum sjávarafurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í fullt starf við eftirlit með framleiðslu sjávarafurða. Starfsstöð þessara starfsmanna verður á Sauðárkróki.

Starfsmennirnir munu heyra undir skrifstofu matvælaöryggis og neytendamála sem að öðru leyti hefur aðsetur í aðalskrifstofu MAST á Selfossi.

Matvælastofnun mun frá 1. mars 2011 taka yfir allt eftirlit með framleiðendum sjávarafurða sem að hluta til hefur verið í höndum faggiltra skoðunarstofa. Starfið mun útheimta umtalsverð ferðalög innanlands.


Helstu verkefni:


  • Skoðanir hjá leyfishöfum, þ.e. landvinnslum, vinnslu-, frysti- og öðrum fiskiskipum
  • Úttektir á innra eftirliti (HACCP) hjá leyfishöfum
  • Eftirlit með löndunaraðstöðu og aflameðferð
  • Þátttaka í úttektum vegna leyfisumsókna
  • Þátttaka í aðgerðum vegna samræmingar eftirlits
  • Samskipti við leyfishafa
  • Skýrslugerð og frágangur gagna í gagnagrunn
  • Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin


Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla á sviði eftirlits með framleiðslu sjávarafurða byggt á HACCP aðferðafræðinni
  • Þekking á lögum og gerðum EES um matvæli og fóður er kostur
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Góð tölvu- og tungumálakunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Örn Hansson og Hafsteinn Jóh. Hannesson og í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Eftirlitsmaður–Sauðárkrókur” eða með tölvupósti á mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2011. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.


Getum við bætt efni síðunnar?