Fara í efni

Eftirlit með smölun fjár í Borgarbyggð

Á laugardag fór fram smölun á ágangsfé á vegum Borgarbyggðar í landi Skarðshamra í Norðurárdal eins og lýst er á heimasíðu Borgarbyggðar. Alls söfnuðust 63 kindur, lambfé og hrútar við smölunina. Matvælastofnun er í góðu samstarfi við Borgarbyggð þar sem eftirlitsdýralæknir og dýraeftirlitsmaður á vegum stofnunarinnar voru á staðnum til að meta ástand fjárins þar sem ætlunin hafði verið að allt féð yrði flutt á afrétt. Að lokinni skoðun var allt fé flutt til þess bæjar þaðan sem það var talið upprunnið, þar sem hluti fjárins var ómerktur en allt fé sem bar mark kom frá einum og sama bænum.

Matvælastofnun ítrekar að samkvæmt lögum bera eigendur ætíð ábyrgð á sínum dýrum og ekki er heimiltað flytja á afrétt fé sem er ómerkt, í tvíreifum eða er að öðrum ástæðum ekki hæft til að vera á afrétt.


Getum við bætt efni síðunnar?