Fara í efni

Eftirlit með sjávarafurðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þessa dagana er vinnsluleyfishöfum sjávarafurða að berast bréf frá Matvælastofnun (MAST) þar sem breytingar á áherslum í eftirliti eru kynntar. Fyrirkomulagi eftirlits verður breytt á þann hátt að teknar verða upp áherslumiðaðar skoðanir. Á fyrsta ársfjórðungi verður athyglinni beint að meðhöndlun hráefnis og vöru í vinnslu og umgengni. MAST hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar til skoðunarstofa og eru þær aðgengilegar á vef stofnunarinnar. Aðgerðir MAST varðandi eftirfylgni verða skerptar til að tryggja að framleiðendur sjávarafurða fylgi betur þeirri löggjöf sem þeim ber að vinna eftir. Framkvæmdastjórar og ábyrgðarmenn gæðamála eru hvattir til að kynna sér vel innhald bréfsins og umræddar leiðbeiningar. 

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?