Fara í efni

Eftirlit með þorramat og hefðbundnum íslenskum kjötvörum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Tvö eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga voru framkvæmd í byrjun árs.

Þorramatur, sem tekin voru úr sýni í vinnsluferlinum og síðan á markaði, kom vel út og var einungis eitt sýni sem stóðst ekki viðmiðunarreglur sem eru í gildi um örverur í matvælum. Niðurstöður þessa eftirlitsverkefnis gefa til kynna að verkun á súrmat sé mjög góð. 78 af 79 sýnum af hefðbundnum þorramat voru fullnægjandi samkvæmt viðmiðunarreglum Matvælastofnunar. Þetta eftirlitsverkefni sýndi mun betri niðurstöður en fyrri eftirlitsverkefni á örveruástandi í þorramat.

Í hinu verkefninu var salt, nítrít og nítrat mælt í kjöti og kjötvörum. Tekin voru sýni af saltkjöti og af öðrum söltuðum og reyktum kjötvörum í kringum sprengidag. Niðurstöður sýndu að einungis eitt saltkjötsýni fór verulega yfir leyfileg mörk fyrir nítrít.  Niðurstöður þessa eftirlitsverkefnis eru mun betri en úr svipaðri rannsókn sem gerð var árið 2004 en þá voru 60% saltkjötssýna með nítrít yfir mörkum. Nítrítmagn í öðrum söltuðum og reyktum kjötvörum sem sýni voru tekin úr var innan leyfilegra hámarksgilda.Getum við bætt efni síðunnar?