Fara í efni

Eftirlit með neysluvatni er í meginatriðum fullnægjandi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Opinbert eftirlit með neysluvatni á Íslandi var viðfangsefni eftirlitsnefndar EFTA í janúar síðastliðnum. Nefndin gerði víðreist um landið dagana 21. til 25. janúar og í dag birti hún síðan lokaskýrslu sína undir fyrirsögninni: „Matvælaöryggi: Eftirlit með neysluvatni á Íslandi er í meginatriðum fullnægjandi.“ 


Í lok skýrslunnar koma fram þær athugsemdir og ábendingar, sem gerðar eru við framkvæmd eftirlitsins hér á landi en athugasemdir og svör þeirra eftirlitsaðila sem hlut eiga að máli, má lesa í viðauka.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?