Fara í efni

E.coli í drykkjarvatni í Vogum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í reglubundnu eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja með gæðum neysluvatns þann 1. september sl. reyndist sýni sem tekið var af neysluvatni í Stóru-Vogaskóla mengað af E. coli gerlum. Niðurstöður þessa efnis lágu fyrir nú í morgun.

Ástæður mengunarinnar liggja ekki fyrir, en þó má leiða að því líkur að yfirborðsvatn hafi borist í grunnvatn í þeim miklu rigningum sem voru um síðustu helgi.

Bæjarbúum er ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja mun ráðast í ítarlegar rannsóknir á neysluvatni í bæjarfélaginu næstu daga og upplýsa um niðurstöður um leið og þær liggja fyrir.

Viðbrögð Heilbrigðiseftirlitsins við mengun af þessu tagi eru samkvæmt fyrirmælum í reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og til þeirra er gripið að höfðu samráði við Sveitarfélagið Voga, eiganda vatnsveitunnar í Vogum, HS Veitur og rekstraraðila vatnsbóla Vogamanna.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?