Fara í efni

Dýrin þurfa líka vernd gegn mengun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þegar varað er við háum gildum brennisteinsdíoxíðs (SO2) í lofti þurfa dýraeigendur að hafa í huga að mengunin hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk.

Áhrifin eru meiri því lengur sem dýrin eru útsett fyrir menguninni. Dýraeigendur þurfa að draga sem mest úr álagi á dýrin þegar magn brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti er hátt, s.s. hlaup, erfiða vinnu og streituvaldandi aðstæður. Fylgjast þarf með dýrum á útigangi og hýsa þau ef vart verður við einkenni, s.s. roða í augum, hósta eða öndunarerfiðleika, eða hegðun sem bendir til að dýrin finni fyrir óþægindum.

Ítarefni

Mynd: Fangorn9 / CC-BY-SA-4.0


Getum við bætt efni síðunnar?