Fara í efni

Dæmdur fyrir að reka logandi sígarettu í trýni á hundi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Maður var í héraðsdómi Vestfjarða dæmdur fyrir brot gegn 2. gr. laga um dýravernd nr. 15/1994 en samkvæmt ákvæðinu er skylt að fara vel með öll dýr og óheimilt að hrekkja þau eða meiða. Háttsemin sem maðurinn var ákærður fyrir var að hafa rekið sígarettu í trýni hundsins. Maðurinn hélt því annars vegar fram að um óviljaverk hafi verið að ræða og hinsvegar að háttsemin félli ekki undir umrætt ákvæði.

Gögn málsins þóttu ekki geta bent til að um óviljaverk væri að ræða en þrír vitnisburðir voru á þá leið að þetta hefði verið gert viljandi. Af gögnum málsins þótti ljóst að atvikið hafi haft áhrif á hundinn þar sem hann hafi hlaupið í burtu og verið tíma að jafna sig. Háttsemin þótti af þessari ástæðu falla undir ákvæði laganna þ.e. að ekki hafi verið farið vel með dýrið og það hafi verið hrekkt eða meitt. Það þótti ekki breyta neinu um niðurstöðuna að ósannað væri að hundurinn hefði fengið sýnilega áverka þar sem ákvæði laganna gerði ekki kröfu um sýnilega áverka. Maðurinn átti sér engar málsbætur og var dæmdur til að greiða 80.000 krónur í sekt vegna málsins. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?