Fara í efni

Búvörusamningar - lög og reglugerðir

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og rammasamningur milli bænda og stjórnvalda. Um er að ræða samninga um starfskilyrði í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju og rammasamning um almennan stuðning við landbúnað milli ríkis og bænda.

Matvælastofnun er falið viðamikið hlutverk við framkvæmd samninganna. Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur unnið að innleiðingu búvörusamninganna og rammasamningsins og tók samhliða þátt í reglugerðarvinnu sem fór fram á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um nánari útfærslu samninganna. Sú vinna hefur staðið yfir frá því breytingar á búvörulögum og búnaðarlögum voru samþykktar á Alþingi í september sl. Reglugerðir í nautgriparækt hafa verið sameinaðar í eina, en voru áður þrjár talsins. Auk þess hafa allir viðaukar verið settir inn í reglugerðirnar sjálfar með kaflaskiptingu.

Öll rafræn eyðublöð í tengslum við stuðningsgreiðslur í landbúnaði er að finna í Þjónustugátt MAST í 7. kafla Búnaðarmál – stuðningsgreiðslur. Um er að ræða eftirfarandi umsóknir: 

  • 7.01 Aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur 
  • 7.02 Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár 
  • 7.03 Breyting á reikningsnúmeri 
  • 7.04 Handhafaskráning beingreiðslna gripagreiðslna 
  • 7.05 Handhafaskráning beingreiðslna grænmetis 
  • 7.06 Handhafaskráning beingreiðslna sauðfjár 
  • 7.07 Handhafaskráning beingreiðslna mjólkur 
  • 7.08 Rétthafaskráning vegna gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu 
  • 7.09 Gripagreiðslur – Umsókn 
  • 7.10 Tilkynning um breytingu á umráðamönnum búfjár 
  • 7.11 Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í sauðfjárrækt 
  • 7.12 Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í nautgriparækt 

Hér að neðan má nálgast útgefnar reglugerðir, lög og samninga í tengslum við nýju samningana:

Samningar og lög

Reglugerðir


Getum við bætt efni síðunnar?