Fara í efni

Búvörulög og flutningur verkefna til Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Alþingi samþykkti þann 1. júlí s.l. frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru. Þau lög hafa í daglegu máli verið kölluð Búvörulög og er það heiti nú fest í lög. 

Helstu breytingar sem gerðar eru og snerta störf Matvælastofnunar felast í því að verkefni sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt og lúta að ákvörðunum um opinberar greiðslur, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti þeirra færast nú til Matvælastofnunar. Með lögunum er Matvælastofnun einnig ætlað að annast söfnun upplýsinga um framleiðslu búvara og birta árlega skýrslu um framleiðslu liðins árs, vinnslu á búvörum og sölu þeirra. Eins skal Matvælastofnun árlega gera áætlun um neyslu mjólkurvara byggða á upplýsingum frá afurðastöðvum sem lið í undirbúningi ákvörðunar um heildargreiðslumarks mjólkur ár hvert. Með bráðabirgða ákvæði í lögunum er Matvælastofnun heimilað  til 1. janúar 2017 að ráða þá starfsmenn Bændasamtaka Íslands sem unnið hafa við þau störf sem nú færast til stofnunarinnar án þess að þau störf verði auglýst.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?