Fara í efni

Búnaðarstofa flytur frá Matvælastofnun til ráðuneytisins

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Starfsfólk búnaðarstofu er flutt frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Fyrirspurnum um stuðningsgreiðslur og önnur málefni búnaðarstofu skal beina þangað í síma 545-9700.

Aðgangur að tölvukerfum sem búnaðarstofa hefur umsjón með er óbreyttur á vefslóðunum:

Unnið er að því að færa allar rafrænar umsóknir vegna framkvæmdar búvörusamningsins sem nú er að finna á Bændatorginu og í Þjónustugátt MAST inn í tölvukerfið Afurð. 

Búnaðarmál fluttu frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar í byrjun árs 2016. Formlegur flutningur verkefna búnaðarstofu til ráðuneytisins mun eiga sér stað um áramótin.


Getum við bætt efni síðunnar?