Fara í efni

Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti - fræðslufundur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun minnir á fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði.

Markmið fundar er að upplýsa um þær reglur sem brátt taka gildi um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og þær kröfur sem innflytjendur og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Farið verður yfir viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter. 

Fræðslufundurinn er opinn öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Honum verður streymt í gegnum Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook og upptaka gerð aðgengileg þar og á vef Matvælastofnunar að fundi loknum.

Dagskrá

  • 13:00 Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands
              Brigitte Brugger og Vigdís Tryggvadóttir, MAST
  • 13:15 Staðan á Íslandi og í Evrópu
              Brigitte Brugger og Vigdís Tryggvadóttir, MAST
  • 13:45 Kampýlóbakter í alifuglakjöti - ábyrgð matvælafyrirtækja
              Svava Liv Edgarsdóttir, MAST
  • 14:00 Salmonella í eggjum og kjöti - ábyrgð matvælafyrirtækja
              Héðinn Friðjónsson, MAST
  • 14:30 Eftirlit og viðurlög
              Dóra S. Gunnarsdóttir, MAST
  • 14:45 Umræður

Fundurinn er ætlaður matvælafyrirtækjum, einkum þeim sem flytja inn og dreifa hráum dýraafurðum, og öðrum áhugasömum. 

Tilefni fundar er afnám frystikröfu og leyfisveitingar á innfluttum hráum dýraafurðum í kjölfar EFTA dóms. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október sl. 


Getum við bætt efni síðunnar?