Breyting rekstrarleyfis Landeldis ehf. að Öxnalæk, Ölfusi
Matvælastofnun hefur breytt rekstrarleyfi Landeldis ehf. til fiskeldis að Öxnalæk í Ölfusi í samræmi 13. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 10. nóvember 2022 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 8. desember 2022.
Landeldi er með rekstrarleyfið FE-1151 sem heimilar hámarkslífmassa á 100 tonnum á frjóum lax í seiðaeldi á landi í kerjum að Öxnalæk í Ölfusi. Fyrirtækið sótti um þá breytingu að bæta við bleikju sem eldistegund. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.