Fara í efni

Breyting á reglum um hámarksgildi kadmíums í áburði

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabirgðaheimild um hækkun á hámarksinnihaldi kadmíums í áburði. Þessi heimild er sett til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á árinu 2024.

Kadmíumsnauður fosfór hefur fyrst og fremst komið frá Rússlandi, en sökum viðskiptatakmarkana er slíkur fosfóráburður í takmörkuðu magni á Evrópumarkaði.

Nú er heimilt magn kadmíums í áburði 136 mg Cd/kg P eða 60 mg Cd/kg P2O5, og er það í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar ESB um áburðarvörur. Gert er ráð fyrir að á árinu 2025 verði leyfilegt hámarksinnihald kadmíums (Cd) í áburði aftur fært til fyrri marka sem eru 50 mg Cd/kg P eða 22 mg Cd/kg P2O5.


Getum við bætt efni síðunnar?