Fara í efni

Bændur kærðir til lögreglu. Fyrirmæli yfirdýralæknis hundsuð

Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.

Þeir hafa neitað að afhenda stofnuninni kindur sem þeir höfðu fengið frá nágrannabæ en þar hafði allt fé verið skorið niður vegna riðusmits.

Það er álit stofnunarinnar að með synjun sinni stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra,

þ.e. fjár sem hefur samgang við þeirra fé.

Samkvæmt dýrasjúkdómalögum er refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögunum.


Getum við bætt efni síðunnar?