Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum um stuðning við lífræna framleiðslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna stuðnings við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum í samræmi við ákvæði V. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. framangreindrar reglugerðar og hafa byrjað lífræna aðlögun í landbúnaði undir eftirliti faggildrar vottunarstofu og í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara geta sótt um aðlögunarstuðning.

Skilyrði fyrir stuðningi eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í þeim búgreinum sem við á hverju sinni.

Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn eru eftirfarandi:

  1. Kostnaðaráætlun unnin af fagaðila
  2. Afrit af áætlun um aðlögun að lífrænni landbúnaðarframleiðslu, staðfest af faggildri vottunarstofu
  3. Staðfesting faggildrar vottunarstofu um að umsækjandi hafi undirritað samning við hana um reglubundið eftirlit með framleiðslunni samkvæmt reglum um lífræna framleiðslu

Nánari upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl má finna í framangreindri reglugerð.

Opið er fyrir rafrænar umsóknir í þjónustugátt Matvælastofnunar (umsóknareyðublað nr. 7.21). Umsóknum skal skila inn eigi síðar en 15. maí nk.


Getum við bætt efni síðunnar?