Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar
Frétt -
30.08.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt (III kafli).
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Matvælastofnunar á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum eftir birtingu auglýsingar. Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði:
- Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska.
- Aðili þarf að sækja ull heim til bænda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum seljanda ullar en 100 km.
- Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis.
Umsóknarfrestur er til 26. september næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir búnaðarstofa Matvælastofnunar.