Fara í efni

Aðskotahlutur í niðursoðnum tómötum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið (RASFF) og dönsku matvælastofnunina um innköllun á matvælum vegna þess að aðskotahlutur (málmur) hafi fundist í einni dós af "First Price hakkede tomater" með lotunúmer DE2 M 222 í Danmörku.  Innflytjandi hefur ekki staðfest að umrædd lota hafi komið til Íslands en hefur ákveðið að innkalla vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík.

  • Vörumerki:  First Price. 
  • Vöruheiti:  Hakkede Tomater. 
  • Umbúðir:  Niðursuðudósir. 
  • Nettóþyngd:  400 g 
  • Strikanúmer:  5701410046538. 
  • Lotunúmer:  DE2 M 222. 
  • Laga- /reglugerðarákvæði:  14. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga, 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum 
  • Dreifing:  Matvælum með vörumerki "First Price" er dreift í verslunum Kaupáss (Nóatún, Krónan og Kjarval) um land allt. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?