Fara í efni

Ársskýrsla RASFF 2012

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ársskýrsla hraðviðvörunarkerfisins RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði var birt í byrjun júlí. Skýrslan hefur að geyma stutta lýsingu á RASFF-kerfinu og starfsreglum þess, ásamt því að draga fram nokkrar helstu niðurstöður ársins. Á árinu 2012 má nefna tvær tilkynningar sem sendar voru í gegnum viðvörunarkerfið sem höfðu áhrif á matvælaöryggi. Önnur þeirra var um metanól/ tréspíra sem selt var sem áfengi í Tékklandi og í fleiri löndum. Talið er að 36 manns hafi dáið af þessum orsökum. Í varúðarskyni var á tímabili engin dreifing á tékknesku áfengi með meiri styrkleika en 20%.

Hin tilkynningin var um nóróveirusýkinga vegna neyslu á menguðum kínverskum, frosnum jarðaberjum.Talið er að um 11 þúsund manns hafa veikst í 8 löndum. Ein sending af frosnum berjum kom til Íslands, en var stöðvuð við innflutningseftirlit. Niðurstaða rannsóknar benti til þess að veiruna væri ekki að finna í þessari sendingu. Vegna RASFF hraðviðvörunarkerfisins hafa tilkynningar um hættuleg matvæli oft borist milli meðlimalanda áður en vörunni hefur verið dreift á markað.

Tilkynningar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (Rapid Alert System for Food and Feed - RASFF) árið 2012 voru 8797 sem er 3,9 % færri en árið 2011. Af þeim voru 526 mjög áríðandi tilkynningar. Um 300 tilkynningar bárust um efni og hluti í snertingu við matvæli. Flestar tilkynninga voru um matvæli frá Asíu (þ.e. Kína, Indlandi og Tyrklandi). Eins og síðustu ár voru flestar tilkynningar um hafnanir á landamærum vegna ávaxta, grænmetis, hneta og dýrafóðurs varandi örverumengunar eða myglueiturs. RASFF tilkynningar um innfluttar vörur til Íslands voru 16 þar af 3 sem Ísland tilkynnti inn í kerfið. Sjá nánar í starfsskýrslu Matvælastofnunar 2012.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?