Fara í efni

Allt dýrahald bannað á bæ á Vesturlandi

Matvælastofnun hefur farið fram á það við lögreglu að ábúendur á bæ á Vesturlandi verði með dómi sviptir heimild til að hafa dýr í sinni umsjá.

Beiðnin byggist á 44.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra en þar segir að svipta megi umráðamenn dýra með dómi heimild til að hafa dýr í umsjá sinni ef þeir teljast ekki hafa getu til að annast dýr. Í 10.gr. laganna er gerð krafa um getu, hæfni og ábyrgð allra umráðamanna dýra.

Eftirlit Matvælastofnunar hafði leitt í ljós óviðunandi ástand á bænum með tilliti til dýravelferðar en ábúendur hafa nú þegar losað sig við öll dýr.

Jafnframt hefur Matvælastofnun með heimild í 39.gr. dýravelferðarlaga lagt á ábúendur tímabundið bann við öllu dýrahaldi uns dómur hefur fallið.


Getum við bætt efni síðunnar?