Fara í efni

Aldrei skal binda um sporð á lifandi hval

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þegar verið er að koma lifandi hval sem rekið hefur á land til aðstoðar er mikilvægt að binda ekki undir nokkrum kringumstæðum um sporðinn á honum til að reyna að draga hann. Það er vísasta leiðin til að valda dýrinu skaða eða drekkja því.

Mikilvægt er að leyfa sérfræðingum á vettvangi hvalreka t.d. frá MAST og Hafró að meta hvort reyna eigi björgun og hvað skuli gera.

Tilkynna skal um hvalreka til lögreglu. Ef sjálfboðaliðar vilja aðstoða er mikilvægt að vökva dýr sem stranda. Hvalir sem stranda geta lifað í rúman sólarhring á þurru landi ef þeir eru vökvaðir. Mikilvægt er að vinna í kringum dýrin sé yfirveguð og forðast skal að valda dýrunum meiri streitu en þau eru þegar undir. T.d. á ekki að skvetta úr fötum yfir dýrin heldur frekar að hella rólega og forðast að sjór komist í öndunarop.


Getum við bætt efni síðunnar?