Fara í efni

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á mjólkurafurðum og samsettum vörum staðfest

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti þann 27. október sl. í úrskurði sínum ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á mjólkurafurðum og samsettum vörum frá ríki utan EES-svæðisins. Í málinu var deilt um hvort vörurnar væru mjólkurafurðir eða samsettar vörur og hvort þær uppfylltu skilyrði undanþágu frá opinberu eftirliti við innflutning.

Ráðuneytið úrskurðaði að tvær vörutegundirnar væru mjólkurafurðir og að þær þyrftu að uppfylla innflutningsskilyrði skv. reglugerðum, þ.m.t. að sendingum fylgdi heilbrigðisvottorð. Þá taldi ráðuneytið að samsettu vörurnar uppfylltu ekki undanþáguákvæði regluverksins um opinbert eftirlit, þar sem vörurnar væru ekki fulleldaðar og því þyrfti vottorð að fylgja vörunum.

Í úrskurðinum segir að stofnunin hafi gætt meðalhófs við ákvörðunina, enda hefðu innflutningsskilyrði ekki verið uppfyllt og að stofnunin hefði ekki annað úrræði en að hafna beiðni um innflutning.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?