Fara í efni

Áhrif geislavirkni í Japan á matvælaöryggi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Losun geislavirkra efna út í andrúmsloftið hefur átt sér stað í kjölfar náttúruhamfaranna í Japan. Japönsk matvæli framleidd fyrir 11. mars innihalda ekki teljandi magn geislavirkra efna. Tiltölulega lítið magn af matvælum er flutt til Íslands frá Japan. Aðallega er um að ræða sojasósur, þang og hrísgrjón.


     
Flest matvæli framleidd í Japan koma til Íslands um Evrópu og hafa þá verið mæld með tilliti til geislavirkra efna. Hvatt hefur verið til að geislavirkni verði mæld í matvælum við innflutning til Evrópu. Ísland er aðili að samevrópsku viðvörunarkerfi RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed). Þaðan berast hratt upplýsingar um allar breytingar varðandi matvælaöryggi þ.m.t. geislavirkni. Matvælastofnun mun fylgjast grannt með öllum tilkynningum um geislavirk efni í matvælum og bregðast við ef þörf krefur.

Yfirvöld í Japan mæla og taka af markaði matvæli sem eru yfir mörkum og er þar af leiðandi engin hætta á menguðum matvælum á markaði hér.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?