Fara í efni

Áburðareftirlit 2021

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur eru 16 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því 40.

Tafla 1 Innflytjendur áburðar, magn í kg, magn næringarefnanna köfnunarefnis (N), fosfórs (P) og kalí (K) sem flutt var inn árið 2021.

 

Fjöldi fyrirtækja

Fjöldi tegunda

Magn, kg

N, kg

P, kg

K, kg

Jarðrækt

5

95

43.873.315

10.381.257

1.428.405

2.134.101

Ylrækt/garðyrkja

10

83

1.823.036

228.284

51.359

238.560

Jarðvegs-bætandi efni

9

32

660.062

792

0

0

Íþróttavellir

2

22

47.754

6.219

1.267

3.392

Blómaáburður

12

154

41.782

1.967

979

4.383

Alls

23

366

57.815.628

12.284.992

1.801.628

2.877.049

 

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá 5 innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Við efnamælingar kom í ljós að 5 áburðartegundir voru með efnainnihaldi undir vikmörkum samkvæmt ákvæðum reglugerða og ein var með of mikið kadmíum. Fjórar voru með of lítið köfnunarefni, engin með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí, engin með of lítið kalsíum, ein með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum. Í nokkrum tilfellum mældust fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum í sömu áburðartegundinni. Þessar 6 tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Þessum áburðartegundum má ekki dreifa til notenda fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum.

Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og í einu tilfelli yfir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.

Fáar athugasemdir voru gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á Íslensku.

Ítarefni

Ársskýrsla áburðareftirlits 2021


Getum við bætt efni síðunnar?