Fara í efni

Ábending vegna umræðu um þörungaeitur í kræklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Í framhaldi af umræðu í fjölmiðlum vegna PSP lömunareiturs í kræklingi telur MAST rétt að taka eftirfarandi fram.


  MAST viðhefur reglulegt eftirlit með eitruðum þörungum og þörungaeitri í kræklingi og kúfskel á þeim svæðum þar sem ræktun/veiði fer fram. Undanfarna mánuði hefur kræklingur verið markaðsettur frá tveimur ræktunarsvæðum en þau eru í Breiðafirði og Steingrímsfirði. Einnig stendur til að markaðsetja kúfskel sem er veidd í Þistilfirði. Í byrjun vikunnar voru send sýni til greiningar á þörungaeitri í kræklingi af 5 svæðum. Niðurstöður voru þær að magn  PSP eiturs var  yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi frá tveimur svæðum, en kræklingur frá Breiðafirði reyndist í lagi og er því öruggur til neyslu.  Fylgst er með þróuninni í útbreiðslu eiturþörunga og uppsöfnun þörungaeiturs í kræklingi og eru svæði lokuð þegar magn þörungaeiturs fer yfir viðmiðunarmörk.

Skelfiskframleiðsla er undir mjög ströngu eftirlit Matvælastofnunar.  Markmiðið er að tryggja að afurðirnar sem settar eru á markað séu öruggar fyrir neytendur. Mesta hættan stafar af tínslu einstaklinga á skelfiski á svæðum sem ekki eru undir eftirliti.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?