Aðskotahlutur í hrásalati
Innkallanir -
17.11.2025
Matvælastofnun varar við notkun á einni lotu af hrásalati frá Þykkvabæjar ehf. vegna þess að aðskotahlutur fannst í einu boxi af vörunni. Þykkvabæjar ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallað framleiðslulotuna.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Þykkvabæjar ehf.
- Vöruheiti: Hrásalat 400 g box
- Best fyrir: 21.11.2025 og 22.11.2025
- Strikamerki: 5690599003473
- Nettómagn: 400 g
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Verslanir um allt land
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru er bent á að neyta hennar ekki heldur farga vörunni eða skila í verslun þar sem vara var keypt eða í vöruhús Þykkvabæjar, Austurhrauni 5, 210 Garðabæ.
Þykkvabæjar biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má hafa samband við Þykkvabæjar ehf. í sími 564-1155 eða netfang thykkvabaejar@thykkvabaejar.is
