Fara í efni

Riða greindist í skimunarsýni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í gær barst Matvælastofnun tilkynning frá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, þess efnis að sýni úr sláturfé hafi reynst jákvætt m.t.t. riðuveiki. Um er að ræða eitt jákvætt sýni úr þriggja­­ vetra á frá bænum Eiðsstöðum­­­­­­­ í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi. Búrekstur á Eiðsstöðum er sameiginlegur með nágrannabænum Guðlaugsstöðum. Heildarfjöldi kinda á bæjunum er um 700­­­­. Riða greindist á Guðlaugsstöðum síðast árið 1993.

Faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað á næstu dögum og féð arfgerðargreint. Í kjölfarið verða teknar ákvarðanir um aðgerðir.

Ítarefni

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um riðu

Frétt frá 11. desember um nýja nálgun á aðgerðum gegn riðu


Getum við bætt efni síðunnar?