Fara í efni

Ómerkt glúten í sætukartöflu pakora

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við nokkrum framleiðslulotum af Gosh! Sweet potato Pakora sem flutt er inn og selt í verslun Costco vegna ómerkts glútens. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna með tölvupósti til viðskiptavina sem keypt hafa vöruna.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Gosh
  • Vöruheiti: Gosh Sweet Potato Pakora
  • Best fyrir dagsetning: 10/05/2023, 19/05/2023, 25/05/2023, 31/05/2023
  • Framleiðandi: Gosh
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Innflytjandi: Costco, Kauptúni 3, Garðabæ
  • Dreifing: Verslun Costco

Neytendum sem keypt hafa vöruna og eru með glútenóþol/ofnæmi er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni til Costco gegn endurgreiðslu.

Ítarefni

 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?