Fara í efni

Nýjar reglur um næringar- og heilsufullyrðingar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ný reglugerð um næringar- og heilsufullyrðingar nr. 406/2010 tók gildi á Íslandi í apríl sl. Á sama tíma féll úr gildi IV. kafli reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla. Við það féllu áður útgefin leyfi til notkunar fullyrðinga úr gildi og ekki verður heilmilt að nota fullyrðingar nema þær uppfylli skilyrðin sem sett eru í nýju reglugerðinni. Til að tryggja samræmt, vísindalegt mat á fullyrðingunum mun Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) meta fullyrðingarnar en framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins tekur endanlega ákvörðun um hvort leyfa eigi notkun þeirra eða ekki.  Það er því ekki lengur í höndum Matvælastofnunar að veita heimild til notkunar fullyrðinga.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?