Fara í efni

Leiðbeiningar um rétta notkun Skráargatsins

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Notkun Skráargatsins er valfrjáls en hún þarf engu að síður að uppfylla þau skilyrði sem um Skráargatið gilda samkvæmt reglugerð. Matvælastofnun hefur nú gefið út ítarlegri leiðbeiningar um reglugerð nr. 999/2013 um notkun Skráargatsins. Leiðbeiningarnar hafa það að markmiði að útskýra ákvæði Skráargatsreglugerðarinnar svo að hún geti verið virkt vinnutæki fyrir matvælaframleiðendur, innflytjendur og aðra sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?