Fara í efni

Kröfu um heimasóttkví útflutningshrossa aflétt um áramót

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Útflutningur hrossa hefur gengið vel í haust og hafa ríflega 1000 hross farið utan nú í byrjun desember.

 

Eins og kunnugt er gera lönd í Evrópusambandinu þær kröfur að hross sem þau taka við séu án sjúkdómseinkenna og það sama eigi við um öll hross sem þau hafi umgengist undangengna 30 daga (60 daga við flutning til Bandaríkjanna).


  Vegna smitandi hósta var nauðsynlegt að setja tímabundið reglur um heimasóttkví útflutningshrossa til aða uppfylla framangreind skilyrði. Það fyrirkomulag hefur reynst afar vel og engar fregnir hafa borist um að veikin hafi komið upp í útfluttum hrossum. Aðeins örfá hross hafa ekki staðist heilbrigðisskoðanir og hefur útflutningi á þeim verið frestað.
 
Þar sem lítið ber á sjúkdómnum nú hefur verið ákveðið að aflétta hinni formlegu heimasóttkví frá áramótum, með þeim fyrirvara að sjúkdómurinn blossi ekki upp á ný.

Það verður áfram á ábyrgð seljenda að útflutningshross hafi ekki verið í samneyti við hross með einkenni smitandi hósta í a.m.k. einn mánuð (tvo fyrir Bandaríkin) fyrir útflutning.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?