Fara í efni

Köfnunarhætta með sælgætisvöru

Matvælastofnun varar við kínversku sælgæti Funny candy Cup cake candy sem Innco innflutningur ehf. flytur inn vegna köfnunarhættu ef plasthlutir losna úr loki. Fyrirtækið í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöruna. Sælgætið var einungis selt í sölutjöldum í Grindavík á síðasta sjómannadaginn.

Tilkynning um innköllun kom frá RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur:

  •  Vörumerki: Funny Candy Vöruheiti: Cup cake candy
  • Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Nettómagn: 40 g
  • Strikamerki: 6931722311263
  • Framleiðandi: Xiamen Ouyue Industry & Trading Co., LTD
  • Framleiðsluland: Kína
  • Innflutningsfyrirtækið: Innco innflutningur, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.
  • Dreifing: Varan var seld í sölutjöldum á sjómannadeginum í Grindavík

 Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Innco.

Ítarefni:

 


Getum við bætt efni síðunnar?