Köfnunarhætta með sælgætisvöru
Frétt -
17.07.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við kínversku sælgæti Funny candy Cup cake candy sem Innco innflutningur ehf. flytur inn vegna köfnunarhættu ef plasthlutir losna úr loki. Fyrirtækið í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöruna. Sælgætið var einungis selt í sölutjöldum í Grindavík á síðasta sjómannadaginn.
Tilkynning um innköllun kom frá RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Funny Candy Vöruheiti: Cup cake candy
- Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Nettómagn: 40 g
- Strikamerki: 6931722311263
- Framleiðandi: Xiamen Ouyue Industry & Trading Co., LTD
- Framleiðsluland: Kína
- Innflutningsfyrirtækið: Innco innflutningur, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Varan var seld í sölutjöldum á sjómannadeginum í Grindavík
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Innco.
Ítarefni:
- Fréttatilkynning frá hollenska innflytjandanum
- Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
- Innkallanir á heimasíðu Matvælastofnunar
- Neytendavakt Matvælastofnunar