Fara í efni

Hvað borða íslendingar?

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

    Niðurstöður landskönnunar á mataræði landsmanna 2010–2011 verða kynntar í Norræna húsinu mánudaginn 23. janúar kl. 15. Að könnuninni stóðu Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahús og náði hún til fólks á aldrinum 18-80 ára. Hliðstæð rannsókn fór síðast fram árið 2002.

Erindi á fundinum flytja þær Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði, og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur hjá Embætti landlæknis. Fundarstjóri verður Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar.

Kynningin í Norræna húsinu er öllum opinn og ekki þarf að skrá sig. Dagskrá fundarins má nálgast HÉR.


Getum við bætt efni síðunnar?