Fara í efni

Greining á örverum í matvælum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna reglugerðar nr. 135/2010 (2073/2005/EB)  um örverufræðileg viðmið. Tilgangur leiðbeininganna er að útskýra betur þær kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja vegna greininga á örverum í matvælum og einnig að skýra betur út hvernig  framleiðslumagn getur haft áhrif á tíðni sýnatöku. Í leiðbeiningunum er einkum fjallað um sýnatökur á kjötskrokkum, sýnatökur á hakki, sýnatökur á unnum kjötvörum og greiningu á Listeria monocytogenes í matvælum sem eru tilbúin til neyslu. Matvælafyrirtæki eru hvött til að kynna sér leiðbeiningarnar og setja upp  áætlun um sýnatökur fyrir þær tegundir matvæla sem viðmið eru sett fyrir í reglugerðinni.  Eftirlitsaðilar munu í eftirlitsheimsóknum í haust  skoða sýnatökuáætlanir, niðurstöður og viðbrögð við frávikum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?