Fara í efni

Gölluð mjólk

Matvælastofnun vill vara neytendur við nokkrum framleiðslulotum af Candia Just milk undarennu og léttmjólk sem Costco flytur inn. Ekki er hægt að tryggja gæði vörunnar. Fyrirtækið hefur haft samband við kaupendur varanna og í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar (HEF) sent út fréttatilkynningar.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Candia
  • Vöruheiti: Just Milk Skimmed ( Undanrenna) 
  • Framleiðandi: Candia
  • Innflytjandi: Costco, Kauptúni
  • Framleiðsluland: Frakkland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 23221 b.f.d 5.2.2024 og 23237 b.f.d 21.2.2024
  • Dreifing: Costco
  • Vörumerki: Candia
  • Vöruheiti: Just Milk Semi Skimmed (Léttmjólk)
  • Framleiðandi: Candia
  • Innflytjandi: Costco, Kauptúni
  • Framleiðsluland: Frakkland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 23209 b.f.d 24.1.2024 23210 b.f.d 25.1.2024 23220 b.f.d 4.2.2024
  • Dreifing: Costco

 

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana til Costco til að fá endurgreitt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?