Fara í efni

Breyting á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldis í Fáskrúðsfirði í samræmi við 24. gr. og 13. gr. reglugerðar um fiskeldi. Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 2. febrúar 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 2. mars 2021.

Fiskeldi Austfjarða sótti um breytingu á rekstrarleyfi fyrir allt að 11.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í kynslóðaskiptu sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði á breyttum eldissvæðum, Einstigi, Eyri/Fögrueyri og Höfðahúsabót, ásamt breytingu á útsetningaráætlun. Þann 5. júní 2020 staðfesti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtt áhættumat erfðablöndunar þar sem eldi var heimilað fyrir 11.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Fáskrúðsfirði. Skv. 24. gr. reglugerðar um fiskeldi þá skal Matvælastofnun breyta gildandi rekstrarleyfum til samræmis við nýtt áhættumat.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1139 í Fáskrúðsfirði mun ekki fara yfir 10.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Fáskrúðfjarðar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?