Leyfileg vítamín og steinefni í fæðubótarefnum
Til að tryggja öryggis vítamína og steinefna í fæðubótarefnum hefur Evrópusambandið sett, með tilskipun 2002/46/EC, samræmdan lista yfir vítamín og steinefni sem leyfilegt er að blanda í fæðubótaefni í næringarfræðilegum tilgangi.
Þessir listar hafa verið innleiddir hér með reglugerð nr. 624/2004. Samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar er eingöngu leyfilegt að blanda í fæðubótarefni, þeim vítamínum og steinefnum sem eru tilgreind í viðauka 1 og á því formi sem lýst er í viðauka 2.
Samkvæmt reglugerðinni er einungis leyfilegt að nota 13 vítamín og 17 steinefni í fæðubótarefni. Töflur hér að neðan sýna hluta að viðaukanum og eru settar hér til nánari útskýringa.
Til dæmis er B6-vítamín einungis hægt að nota á forminu:
a) pýridoxínhýdróklóríð eða
og ekkert annað form vítamínsins er leyfilegt!
b) pýridoxín-5'-fosfat eða
c) pýridoxal-5'-fosfat
Breytingar á viðaukanum
Viðaukum 1 og 2 hefur nú þegar verið brett nokkrum sinum þar sem nokkrum efnum hefur verið bætt við Sjá reglugerð um fæðubótarefni.