Fara í efni

Ársskýrsla 2019

Eftirlit

Hér má sjá gagnvirkar heildarniðurstöður eftirlits Matvælastofnunar eftir starfsgreinum 2019.

Eftirfarandi súlurit sýnir hlutfall skoðunaratriða sem metin eru í lagi í eftirliti, eftir starfsgreinum: 

Hlutfall skoðunaratriða í lagi eftir starfsgreinum

Ath. Ekki var hægt að reikna tölfræði fyrir eftirlit með fiskeldi 2019 þar sem ekki var búið að innleiða starfsgreinina í eftirlitsgagnagrunn Matvælastofnunar í upphafi árs. 

Árið í orðum

Neytendavernd

Á árinu 2019 voru gerðar breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og á lögum um matvæli, sem gera það mögulegt að flytja ferskt ófrosið kjöt til landsins frá ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Breyting þessi tók gildi í lok ársins, en mikil umræða varð í samfélaginu í aðdraganda málsins. Með þessu hefur leyfisveitingakerfi vegna flutnings búfjárafurða til landsins frá EES-ríkjum verið lagt af, en samhliða samþykktu stjórnvöld aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna til að bregðast við mögulegum áhrifum þessara breytinga á neytendavernd og dýraheilsu. Matvælastofnun fékk meðal annars fjármagn til að vakta áhættuþætti vegna matvælaöryggis, gera úttekt á hráu kjöti á markaði og einnig til að stuðla að vörnum gegn útbreiðslu lyfjaónæmis. Þá vann stofnunin að því að útbúa gögn til grundvallar umsóknum um viðbótartryggingar vegna salmonellu, sem Ísland hefur nú fengið og gera eftirlitsaðilum mögulegt að krefjast staðfestingar á að dýraafurðir sem fluttar eru til landsins hafi verið rannsakaðar og að í þeim hafi ekki greinst salmonella. Jafnframt voru settar reglur um kampýlóbakter í alifuglaafurðum til að tryggja öryggi neytenda hér á markaði. Í lok ársins gerði stofnunin síðan samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um varnir gegn sýklalyfjaónæmi samkvæmt verkáætlun þar um og um átak vegna aukins eftirlits með fersku hráu kjöti og eggjum í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis við gildistöku lagabreytinga þar um. Verkefni vegna sýklalyfjaónæmis eru þegar hafin og meðal annars í samvinnu við Matvælaöryggisstofnun Evrópu og aðra aðila, bæði hér á landi og erlendis. Eftirlitsátak hefur einnig verið í undirbúningi og hefst formlega á árinu 2020 með sýnatökum á markaði og greiningu örvera í ferskum afurðum sem koma til landsins frá EES. Þá er unnið að fræðslumálum vegna þessara breytinga.

Fræðslufundur um breyttar reglur um innflutt kjötHúsfyllir var á fræðslufundi Matvælastofnunar um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti 28. nóvember 2019 

Miðlun upplýsinga

Gildi Matvælastofnunar eru fagmennska, gagnsæi og traust. Gagnsæi felst meðal annars í opinni stjórnsýslu, að almenningur og viðskiptavinir hafi aðgang að upplýsingum sem þeir eiga rétt á og ekki síður í virkri upplýsingagjöf. Samkvæmt matvælalögum skal birta flokkun fyrirtækja eftir frammistöðu þeirra frá og með árinu 2021. Mál þetta hefur verið í undirbúningi og skipaði Matvælastofnun teymi með fulltrúum stofnunarinnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, til að móta tillögur um með hvaða hætti æskilegt væri að birta upplýsingar um frammistöðu fyrirtækja. Tillögur teymisins voru kynntar ráðherra á árinu, en einnig liggur fyrir að ná fram samræmingu í frammistöðuflokkun fyrirtækja hjá þeim ellefu opinberu eftirlitsaðilum sem fara með matvælaeftirlit á landinu. Það eru auk Matvælastofnunar tíu heilbrigðisnefndir á jafn mörgum eftirlitssvæðum á vegum sveitarfélaganna. Þetta er mikilvægur þáttur í birtingu frammistöðu matvælafyrirtækja gagnvart neytendum og ein af grunnforsendum þess að slík birting verði samhæfð og þar með gagnsæ gagnvart bæði neytendum og þeim fyrirtækjum sem þessi upplýsingagjöf varðar. Tillagan sem lögð hefur verið fram byggir á broskarlakerfi, sem meðal annars er vel þekkt í sumum nágrannalöndum okkar, en framkvæmdin er háð ákvörðun ráðherra og að opinberir eftirlitsaðilar nái að samræma störf sín.

Dýralæknaþjónusta

Síðari hluta ársins 2019 var skipaður starfshópur til að fara yfir og leggja fram tillögur um skipan dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum og fyrirkomulag bakvakta dýralækna. Tillögur hópsins miða meðal annars að því að Matvælastofnun geti gert samninga við þjónustudýralækna um að þeir sinni tilteknum opinberum eftirlitsstörfum fyrir stofnunina. Horft er til þess að dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum verði tryggð á hagkvæman og aðgengilegan hátt og einnig bakvaktaþjónusta dýralækna utan dagvinnutíma. Um leið er horft til þess að dýralæknum verði tryggður réttur til fjarveru vegna orlofs og veikinda og að þak verði sett á vaktskyldu. Hugmyndin um verkkaupasamninga Matvælastofnunar við þjónustudýralækna byggir á því að þannig gæti stofnunin náð fram hagræðingu í eftirlitsstörfum um allt land, auk þess sem þar með skapast auknir tekjumöguleikar fyrir þjónustudýralækna. Með nýjum lögum um Matvælastofnun nr. 30/2018 var opnað fyrir möguleika á að ráðherra geti ákveðið að Matvælastofnun skuli fela aðilum að annast afmarkaða hluta af lögbundnu eftirliti fyrir sína hönd. Skipan mála gefur því möguleika á að stofnunin geri samninga við þjónustudýralækna. Í byrjun ársins gerði Matvælastofnun samning við Vottunarstofuna Tún um framsal eftirlits með lífrænni framleiðslu, sem stofnunin er ábyrg fyrir, en er heimilt að framselja til aðila sem hefur viðeigandi faggildingu sem skoðunarstofa. Ekki er hins vegar gerð krafa um faggildinu aðila sem hefur fullnægjandi starfsmenntun og starfsréttindi og sem tæki að sér afmörkuð eftirlitsverkefni fyrir stofnunina í verktöku. Því er sú leið fær gagnvart þjónustudýralæknum ef hagkvæmt þykir.

Rekstur

Ársreikningur

Rekstur Matvælastofnunar hefur aldrei verið eins umfangsmikill og árið 2019 með veltu upp á 1,9 milljarð og þar af er framlag ríkisins rúmlega 1,4 milljarðar. Tap ársins nam 1,4 mkr í samanburði við 54 mkr tap árið á undan og lækkar uppsafnaður höfuðstóll niður í 50,6 mkr. Spáð hafði verið meira tapi á árinu og er því niðurstaðan vel viðunandi.

Þess má geta að flokkun tekna og gjalda í rekstrarreikningnum sem er hér meðfylgjandi er örlítið frábrugðin flokkun í birtum ársreikningi stofnunarinnar en þrátt fyrir það er niðurstaða ársins sú sama enda aðeins breyting á milli innri flokka.

Ársreikningur

Matvælastofnun sinnir greiðsluþjónustu til sjálfstætt starfandi dýralækna vegna þjónustu við bændur og námu greiðslur árið 2019 alls 269,8 mkr. Er þessi greiðsluþjónusta tæplega 20% af framlagi ríkisins til Matvælastofnunar og skiptist hún í þrennt; dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum til að tryggja bændum aðgang að dýralækni, bakvaktaþjónustu dýralækna og akstursjöfnunargjald vegna ferða dýralækna.

Starfsfólk

Kynjahlutfall starfsfólks

Vöktun

Hlutfall matvælasýna í lagi

Hlutfall matvælasýna í lagi

Varnarefnaleifar í matvælum

Hlutfall sýna sem tekin eru af innlendum og erlendum matvælum á markaði á Íslandi án leifa varnarefna eða með leifar innan hámarksgildis:

Varnarefnaleifar í grænmeti og ávöxtum

Varnarefni yfir hámarksgildum

Varnarefni yfir hámarksgildum

Frumframleiðsla matjurta er undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna sem einnig hafa eftirlit með innflutnings- og dreifingarfyrirtækjum. Matvælastofnun skipuleggur sýnatökur vegna varnarefnaleifa, bæði í innfluttum matjurtum og innlendri ræktun. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á hendi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.

Þegar efni greinast yfir hámarksgildi er málum fylgt eftir með stöðvun dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niðurstöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún innkölluð frá neytendum.

Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi.

Ástæður þess að varnarefnaleifar eru yfir hámarksgildi geta verið mismunandi. Í flestum tilfellum erlendra vara hefur ástæðan verið sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan EES en í Bandaríkjunum, Asíu eða Afríku. Því er í sumum tilfellum verið að stöðva dreifingu á vörum sem hugsanlega hefðu talist innihalda löglegt magn leifa í upprunalandinu.

Efnaleifar í dýraafurðum

Efnaleifar í dýraafurðum

Matvælastofnun útbýr árlega efnaleifaáætlun um eftirlit með efnaleifum og aðskotaefnum í afurðum dýra í frumframleiðslu og frumframleiðsluafurðum. Sýnatökur og viðbrögð við niðurstöðum yfir hámarksgildum eru á ábyrgð Matvælastofnunar.

Ef magn leifa er yfir hámarksgildum eða ef grunur leikur á um ólöglega meðferð (með efni sem er bannað að gefa dýrum), skal afla upplýsinga sem þarf til að bera kennsl á dýrið og býlið sem það kemur frá.

Grípa skal til viðeigandi ráðstafana og/eða rannsókna á býlinu sem dýrið kemur frá til að leita orsaka þess að efnaleifar eru yfir hámarksgildum. Gerðar eru ráðstafanir til að vernda almannaheilbrigði í samræmi við niðurstöður rannsókna, t.d. með því að banna að dýr eða afurðir fari frá hlutaðeigandi býli eða afurðastöð í tiltekinn tíma.

Ef um ítrekuð brot er að ræða skal fjölga sýnatökum á dýrum og afurðum frá býlinu í a.m.k. 6 mánuði og halda eftir afurðum og skrokkum uns niðurstöður liggja fyrir. Ef niðurstöður eru yfir hámarksgildum skulu afurðir/ skrokkar dæmdir óhæfir til manneldis.

Ef rannsókn til að skýra uppruna óleyfilegra efna sýnir að efnin eru að öllum líkindum af náttúrulegum uppruna (t.d. ógeltir grísir) og undir ráðlögðum styrk þarf ekki frekari viðbrögð.

Nánari upplýsingar er að finna undir Efnaleifar í dýraafurðum á vef Matvælastofnunar.

Skimun fyrir dýrasjúkdómum

Skimun fyrir dýrasjúkdómum

Súnur

Súnur 2019

Nánari upplýsingar er að finna undir Súnur og sýklalyfjaónæmi á vef Matvælastofnunar.

Inn- og útflutningur

Innflutningur

Alls voru fluttar inn 216 sendingar af dýra- og lífrænum afurðum frá 3ju ríkjum árið 2019. Sendingar innan EES eru í frjálsu flæði og ekki háðar innflutningsleyfi.

Innfluttar sendingar

309 hundar og 72 kettir voru fluttir til landsins á árinu. 

Innflutingur hunda og katta

Útflutningur

Árið 2019 voru gefin út 5252 heilbrigðisvottorð af Matvælastofnun vegna útflutnings dýraafurða, fóðurs og dýra. Ekki er krafa um vottun vegna dýraafurða sem fluttar eru til landa innan EES.

Útfluttar sendingar

Árið 2019 var eftir margra ára vinnu af hálfu Matvælastofnunar og fleiri aðila undiritað samkomulag um útflutning til Kína á kindakjöti, fiskeldisafurðum, fiskmjöli og lýsi.

266 stóðhestar, 552 geldingar og 691 hryssa, alls 1509 hross, voru flutt út árið 2019

Útflutt hross

Ábendingar og fyrirspurnir

Ábendingar

650 ábendingar bárust MAST á árinu.

Ábendingar

Fyrirspurnir

789 fyrirspurnir bárust MAST á árinu.

Fyrirspurnir

Uppfært 09.11.2021
Getum við bætt efni síðunnar?