Eftirlitsdýralæknir á sviði velferðar og aðbúnaðar dýra í Suðausturumdæmi
Viltu taka þátt í að tryggja velferð dýra og standa vörð um matvælaöryggi á Íslandi?
Matvælastofnun óskar eftir að ráða eftirlitsdýralækni á sviði velferðar og aðbúnaðar dýra í Suðausturumdæmi með aðsetur á Selfossi eða annars staðar í umdæminu. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í 100% starf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. samkomulagi.
Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.
Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum á sviði dýraheilbrigðis, dýravelferðar og matvæla. Viðkomandi hefur einnig einhverja aðkomu að opinberu eftirliti með dýravelferð og matvælaöryggi í sláturhúsum.
Hæfniskröfur
- Dýralæknanám frá viðurkenndum háskóla
- Íslenskt dýralæknaleyfi
- Reynsla af umgengni við búfé og önnur dýr
- Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
- Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
- Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
- Frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskufærni málfar og ritun C1 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Enskufærni málfar og ritun B1 skv. samevrópska tungumálarammanum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Dýralæknafélag Íslands hafa gert.
Í boði er 36 stunda vinnuvika, fjarvinnumöguleikar allt að 2 daga í viku og ýmis hlunnindi eins og símastyrkur, heilsuræktarstyrkur ofl. Einnig búum við að öflugu starfsmannafélagi sem skipuleggur viðburði af og til.
Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, afrit af prófskírteini og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.01.2026.
Sótt er um starfið á starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir
- Thelma Dögg Róbertsdóttir, héraðsdýralæknir
- Tölvupóstur: thelma.robertsdottir@mast.is
- Sími: 530-4800
- Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri
- Tölvupóstur: inga.birgisdottir@mast.is
- Sími: 530-4800