Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í Vínarköku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Myllan, í samráði við heilbrigðiseftirlitið, hafi tekið af markaði og innkallað frá neytendum Vínar súkkulaði og appelsínuköku vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds.

 

  • Vöruheiti:  Vínar súkkulaði og appelsínukaka 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Myllan, Skeifunni 19
  • Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur ómerktan ofnæmis-og óþolsvald, sojaafurð 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum
  • Áætluð dreifing innanlands: Allar helstu matvöruverslanir á landinu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?