Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í kjötvörum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um vanmerktar vörur á markaði m.t.t. ofnæmis-og óþolsvalds (hveiti). Vegna mistaka var nýr merkimiði settur á vörurnar án þess að geta þess að hveiti væri eitt af innihaldsefnunum. Vörurnar voru eingöngu seldar hjá Stórkaupum, Faxafeni 8, 108 Reykjavík. 

 • Vöruheiti: Beikonbollur 
 • Þyngd: 2 kg.
 • Geymsluþol: Best fyrir 09.02.14
 • Framleiðandi: Sláturfélag Suðurlands,  Hvolsvelli
 • Geymsluskilyrði: Frystivara
 • Dreifing: Stórkaup

 • Vöruheiti: Cordon Blue
 • Þyngd: 2 kg
 • Geymsluþol: Best fyrir 18.01.14
 • Framleiðandi: Sláturfélag Suðurlands,  Hvolsvelli.
 • Geymsluskilyrði: Frystivara
 • Dreifing: Stórkaup

Vörurnar hafa verið innkallaðar og merkingar lagaðar. Vörurnar eru hættulausar nema fyrir þá sem hafa ofnæmi- og óþol fyrir innihaldsefninu. Þeir neytendur sem gætu átt umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir hveiti geta skilað þeim til Stórkaupa. 

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis-og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Meðfylgjandi eru myndir af vörunum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?