Fara í efni

Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í humri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um vanmerktan humar. Framleiðandi hefur stöðvað sölu, innkallað og endurmerkt vöruna. Vert er að vekja athygli á því að matvæli með súlfíti eru skaðlaus þeim sem ekki hafa óþol eða ofnæmi fyrir efninu.
 

  • Vöruheiti: Hornafjarðarhumar 2 kg skelbrot, strikanúmer 5690877920027
  • Framleiðandi: Skinney-Þinganesi, Hornafirði. 
  • Nánari skýring: Samkvæmt innihaldslýsingu inniheldur varan aukefnið E 223.  Þar sem um er að ræða natríummetabísúlfít og heiti ofnæmis- og óþolsvaldsins kemur ekki fram á umbúðunum er ekki um skýra merkingu m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda að ræða. 
  • Dreifing: Nettó verslanir

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?