Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í þurrkuðum ávöxtum

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar  frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um vanmerkingar vegna ofnæmis og óþolsvalda og  að eftirfarandi vörur verði innkallaðar af markaði:

  Vöruheiti:  "Ávextir og hnetur" og "Ananasbitar".  
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Vörurnar eru framleiddar fyrir Fæði fyrir alla, Sundagörðum 4, 104 Reykjavík (heildverslunin Eggert Kristjánsson hf.).
Auðkenni/skýringartexti:  Vörurnar innihalda ofnæmis- og óþolsvaldinn brennisteinsdíoxíð og súlfít, í styrk yfir 10 mg/kg, gefið upp sem SO2.  Ofnæmis- og óþolsvaldurinn er ekki merktur á umbúðum varanna.
Laga- /reglugerðarákvæði:  13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands:  Um allt land

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?