Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í þurrkuðum ávöxtum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar  frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um vanmerkingar vegna ofnæmis og óþolsvalda og  að eftirfarandi vörur verði innkallaðar af markaði:

  Vöruheiti:  "Ávextir og hnetur" og "Ananasbitar".  
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Vörurnar eru framleiddar fyrir Fæði fyrir alla, Sundagörðum 4, 104 Reykjavík (heildverslunin Eggert Kristjánsson hf.).
Auðkenni/skýringartexti:  Vörurnar innihalda ofnæmis- og óþolsvaldinn brennisteinsdíoxíð og súlfít, í styrk yfir 10 mg/kg, gefið upp sem SO2.  Ofnæmis- og óþolsvaldurinn er ekki merktur á umbúðum varanna.
Laga- /reglugerðarákvæði:  13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands:  Um allt land

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?