Fara í efni

Ómerktur ofnæmisvaldur í orkustykki

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar þá sem eru með eggjaofnæmi við neyslu á einni framleiðslulotu af Herbalife protein bar Vanilla-almond orkustykki vegna mistaka í pökkun. Önnur tegund af orkustykkjum sem inniheldur egg var pakkað fyrir mistök í framleiðsluferlinu. Herbalife hefur innkallað vöruna í 15 Evrópulöndum þ.m.t. Ísland og í Afríku.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Herbalife
  • Vöruheiti: Herbalife protein bar Vanilla-almond (490g)
  • Lotunúmer/best fyrir: G22166A og best fyrir 23/09/2023
  • Dreifingaraðili: Herbalife international, Malta (tengiliður Íslands er í Írlandi)
  • Dreifing: Lokað dreifingakerfi

Neytendum sem hafa eggjaofnæmi og sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur farga. Dreifingaraðilar hjá Herbalife eiga ekki að neyta eða dreifa þessari framleiðslulotu af þessu orkustykkjum áfram. 

Ítarefni

 

 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?