Fara í efni

Ómerktir ofnæmisvaldar og grunur um mengun frá plasti

Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á tveimur fiskréttum frá fyrirtækinu FBO ehf. (Fiskbúðin okkar). Við eftirlit Matvælastofnunar kom í ljós að vörurnar innihalda ofnæmisvalda án þess að það komi fram á umbúðum. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar.

  • Þorskur í kókos karrý – inniheldur mjólk (laktósa), soja og sellerí
  • Ýsa í humarsósu – inniheldur soja, sellerí og súlfít

Einnig höfðu borist kvartanir um óvenjulega lykt af vörunum sem grunur er um að megi rekja til notkunar á plasti í umbúðir sem ekki er ætlað til snertingar við matvæli.

  • Innköllunin á við um allar lotur á markaði
  • Vöruheiti: Þorskur í kókos karrý og Ýsa í humarsósu
  • Framleiðandi: FBO ehf. (Fiskbúðin okkar), Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík
  • Dreifing: Bónus verslanir á höfuðborgarsvæðinu

Neytendur geta skilað vörunni til FBO ehf., Eyjaslóð 7, 101 Reykjavík eða til Bónusverslana gegn endurgjaldi.


Getum við bætt efni síðunnar?