Fara í efni

Nælonþræðir í kaffisúkkulaði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli neytenda á mögulegum nælonþráðum í kaffisúkkulaði frá Góu-Lindu ehf. Bursti í framleiðsluvél skemmdist á meðan á framleiðslu stóð með þeim afleiðingum að nælonþræðir losnuðu. Möguleiki er á að þeir hafi borist í súkkulaðistykkin. Góa-Linda ehf. er að innkalla vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis.

Innköllunin nær til eftirfarandi framleiðslulotu af vörunni:

  • Vöruheiti: KAFFIsúkkulaði
  • Vörumerki: Linda
  • Best fyrir dagsetning: Desember 2019
  • Strikamerki: 5690653121105
  • Dreifing: Dreifingarlisti hefur ekki borist

Þeir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni til Góu, Garðahrauni 2, 210 Garðabæ.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?